heim

Fit Kid er byltingakennd íþrótt fyrir börn frá 6-16ára.

Styrkur, hraði, sveigjanleiki, jafnvægi, frelsi og sjálfsagi, ásamt einbeittum vilja og meðvitund um lífsgæði, mynda ímynd heilbrigðs, árangursríks jafnvægis í lífinu. Fit Kid er ekki fimleikar eða sérhæfð þjálfunartækni eins og þolfimi, heldur skemmtilegt alhliða heilsunámskeið sem brúar bilið milli ofangreindra íþróttagreina, dans og skyrktaræfinga. Fit Kid snýst um heilbrigða, eðlilega krakka í góðu formi og hvatningu til heilsusamlegs lífs án öfga.

Fit Kid er alþjóðlegt kerfi IFD ( International Fitkid Division )  Frá árinu 1997 hafa verið haldin árleg Evrópu- og heimsmeistaramót í greininni, og 2007 sendu Íslendingar fulltrúa sína í keppnirnar í fyrsta sinn með glæsilegum árangri. Einnig eru í boði fjölþjóðlegar sumarbúðir fyrir Fit Kid iðkendur sem hafa það að markmiði að kynna börn frá mismunandi löndum, vinna að sameiginlegum markmiðum Fit Kid hreyfingarinnar og einingu landanna.