Um Okkur

Healthy Life and Integration

HLI á Íslandi er opið félag sem býður íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum aðild að starfsemi sinni. Boðið er upp á þjálfun kennara og leyfi til kennslu undir merkjum HLI og Fit Kid gegn greiðslu félagsgjalds. Nánari upplýsingar í gegnum netfang: fitkid@fitkid.is

Markmið félagsins er að bjóða börnum frá 6-16 ára spennandi alhliða íþrótt og fræðslu um heilbrigða lífshætti án öfga. Þannig vill HLI  koma á framfæri heilbrigðri sýn á gott líkamlegt atgerfi og auka lífsgæði barna.

Reglur um þáttöku í alþjóðlegum Fitkid keppnum.

Allir hafa rétt til þess að taka þátt í  keppnum fyrir Íslands hönd, sem eru virkir meðlimir HLI  og skuldbinda sig til þáttöku í minnst eitt ár með greiðslu árgjalds sem er 5.400.-kr. skólaári fyrir hvern einstakling. (600.-kr. á mánuði.)

Flokkar íslenska FitKid kerfisins:

Flokkur C: Allir byrjendur- 1 stöðluð rútína, 60 sek.
4 atriði: akróbatik, liðleiki, styrktaræfingar og hopp.

Flokkur B: Framhaldsflokkur-1 frumsamin rútína, 90 sek. í samræmi við atriðin fjögur hér að ofan, þar sem hvert atriði kemur tvisvar sinnum fyrir.

Flokkur A: Þeir sem standast alþjóðlega staðla í sínum aldursflokki-1 frumsamin rútína, 90 sek, samkvæmt alþjóðlegum reglum.

 

Stofnandi og Formaður HLI: 
Krisztina G. Agueda
sími: +354-8680863
netfang: fitkid@fitkid.is